Félagið var stofnað árið 1875 af ungum konum sem vildu láta gott af sér leiða. Í ár er því 150 ára afmæli og að því tilefni verður úthlutað styrkjum til ýmissa góðgerðarmála sem aðallega snertir börn og ungmenni. Í gegnum árin hefur Thorvaldsensfélagi verið öflugt kvenfélag, rekið verslun að Austurstræti 3 sem selur handunnar vörur…
Author: admin
Styrkur til Menntasjóðs Mæðrastyrksnefndar
Þann 3. júní afhenti Thorvaldsensfélagið peningagjöf til Menntasjóðs Mæðrastyrksnefndar til að styrkja ungar konur til mennta. Í ár er 150 ára afmæli félagsins og af því tilefni var ákveðið að styrkurinn yrði 5 milljónir króna.
Jólakort Thorvaldsensfélagsins 2021
Við erum afar stolt að kynna nýja jólakortið og jólamerkið fyrir jólin 2021. Það heitir Bráðum Koma Blessuð Jólin og er myndin eftir Kolbrúnu Sigurðardóttur. Innan í kortinu er fallegt ljóð Hægt er að kaupa jólakortin hjá Thorvaldsensbazar, Austurstræti 4, í síma 551 3509 og með þvi að hafa samband á bazar@thorvaldsens.is. Einnig fást þau…
Grund fekk lyftu af gjöf
Í ágúst 2021 afhenti formaður Thorvaldsensfélagsins lyftara að gjöf til Grundar en vegna augljósra aðstæðna í þjóðfélaginu var þetta afar fámennur atburður. Engu að síður var mikil ánægja með gjöfina.
Handformaveggspjöld styrkt af Thorvaldsens
Allir skólar landsins fengu handformaveggspjald að gjöf frá Samskiptamiðstöð í tilefni 30 ára afmælis stofnunarinnar. Tilgangur þess var ad kveikja áhuga barna og unglinga á íslensku táknmáli og bæta viðhorf þeirra til málsins og menningarsamfélags þess. Thorvaldsensfélagið styrkti dreifingu veggspjaldanna um allt land.