Jólamerki Barnauppeldissjóðs eru komin í sölu, eru þau 12 saman á örk og kostar örkin 500 krónur. Bankareikningur 0117-15-370289, kt. 650269-6839. Barnauppeldissjóður mun styrkja Bryndísarhlíð, úrræði fyrir börn með fíknivanda, um 20 milljónir á árinu.
Month: nóvember 2025
Styrkveitingar ársins
Styrkveitingar félagsins á árinu eru eftirfarandi: Kvennaathvarfið fær styrk að upphæð 50 milljónir til uppbyggingar á nýju húsnæði. Bryndísarhlíð, úrræði fyrir börn með fíknivanda, fær 20 milljónir. Skjólið, athvarf fyrir heimilislausar konur, fékk 2 milljónir. Hjúkrunarheimilinu Skjóli voru afhentar 2 spjaldtölvur. Líf styrktarfélag fékk andvirði 2 lífsmarkamæla. Menntasjóður ungra kvenna fékk 5 milljónir.
Heimsókn í Hannesarholt
Þann 12. nóvember sl var félagskonum boðið í Hannesarholt, hús Hannesar Hafstein.Ragnheiður Jónsdóttiir forstöðukona tók á móti 17 Thorvaldsens konum. Ragnheiður sagði okkur sögu hússins og leiðbeindi okkur í gegnum húsið. Síðan bauð hún upp á kaffi og köku og konur spjölluðu saman og áttu góða stund í þessu fallega húsi.


