Félagið var stofnað árið 1875 af ungum konum sem vildu láta gott af sér leiða. Í ár er því 150 ára afmæli og að því tilefni verður úthlutað styrkjum til ýmissa góðgerðarmála sem aðallega snertir börn og ungmenni.
Í gegnum árin hefur Thorvaldsensfélagi verið öflugt kvenfélag, rekið verslun að Austurstræti 3 sem selur handunnar vörur sem eru vinsælar hjá ferðamönnum.
Allur ágóði af versluninni sem og jólakorta og jólmerkja sölu hafa runnið til góðgerðarmála s.s. sumarbúðir fyrir sykursjúk börn, styrkir til Reykjadals sem eru sumarbúðir fyrir fötluð börn og fleiri smærri verkefni bæði til einstaklinga og félagasamtaka. Á árum áður voru helstu verkefnin að styðja við og styrkja barnadeild Landakotspítala sem þá var.